17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 13:06


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 13:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:06
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:06
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:06
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:06
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:06
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:06

Óli Björn Kárason boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:06
Frestað.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011 Kl. 13:07
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á regluger Kl. 13:20
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 13:47
Nefndin ræddi verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. gr. þingskapa, og boðaða skýrslu dómsmálaráðherra um málið. Formaður upplýsti að málið yrði sett á dagskrá fundar nefndarinnar mánudaginn 25. nóvember nk.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:51