20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 09:35


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:35
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Óla Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:35
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:01
Inga Sæland (IngS), kl. 09:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:35
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:35
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:35

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll. Inga Sæland vék af fundi 10:05. Brynjar Níelsson vék af fundi 11:09

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Frestað.

2) Hæfisreglur ráðherra Kl. 09:35
09:30 Á fund nefndarinnar komu Trausti Fannar Valsson og Sindri Stephensen. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:55 Á fund nefndarinnar komu Jón Ólafsson, Páll Rafnar Þorsteinsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Kl. 11:47
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 11:48
Formaður fór yfir efni bókunar sinnar við fundargerð 20. fundar þann 21. nóvember sl. vegna bókunar Kolbeins Óttarssonar Proppé á sama fundi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:49