24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 13:03


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:17
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:57
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) Áheyrnaraðild. Kl. 13:00
Beiðni um áheyrnaraðild Jóns Steindórs Valdimarssonar þingmanns Viðreisnar var samþykkt.

3) 139. mál - skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Kl. 13:02
Á fundinn kom Erla Bolladóttir og gerði grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 13:22
Á fundinn kom Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneytinu og kynnti málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Friðrik Árni Friðriksson Hirst forstöðumaður lagastofnunar og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefdarmanna.

5) 139. mál - skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Kl. 14:18
Á fundinn kom Andri Árnason og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna


Næst komu Valdimar Olsen og Magnús Leopoldsson og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) Hæfisreglur ráðherra Kl. 15:03
Á fundinn komu Ágúst Geir Ágústsson og Ásgerður Snævarr frá forsætisráðuneytinu og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að funda að nýju um málið á morgun kl. 11:30.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011 Kl. 16:38
Frestað.

8) Önnur mál Kl. 16:38
Hlé var gert á fundi kl. 14:47 til 15:03

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:40