26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2019 kl. 11:34


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 11:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 11:34
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 11:34
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 11:34
Brynjar Níelsson (BN), kl. 11:34
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 11:34
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 11:34
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 11:34
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:34

Þorsteinn Sæmundsson vék af fundi kl. 12:11 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:35
Fundargerðir 21. og 22. fundar voru samþykktar.

2) Hæfisreglur ráðherra Kl. 11:35
Nefndin ræddi málið.

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leggur til að nefndin hefji frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.
Nefndin athugi verklag ráðherra ásamt verkferlum og framkvæmd ráðherra sem og ráðuneyti hans í tengslum við útgerðarfyrirtækið Samherja og tengd félög skv. skilgreiningum í lögum um ársreikninga. Skal hæfi ráðherra skoðað með tilliti til skráðra sem og óskráðra hæfisreglna stjórnsýsluréttar.

Óli Björn Kárason lagði til að óskað yrði eftir upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um hvort reynt hafi á yfirlýsingu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hæfi sitt frá 2017 áður en ákveðið verður að hefja frumkvæðisathugun, formaður hafnaði beiðninni.

Gengið var til atkvæða um tillögu formanns og var hún samþykkt með atkvæðum fjórðungs nefndarmanna, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa; Andrésar Inga Jónssonar, Guðmundar Andra Thorssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur.

Formaður lagði til að hann yrði framsögumaður málsins.

Brynjar Níelsson lagði til að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Líneik Anna Sævarsdóttir óskaði eftir að hlé yrði gert á fundi. Fundarhlé var frá 12:14-12:15.

Gengið var til atkvæða um tillögu Brynjars Níelssonar og var hún samþykkt með atkvæðum 5 nefndarmanna; Brynjars Níelssonar, Kolbeins Óttarssonar Proppé, Líneikar Önnu Sævarsdóttur, Óla Björns Kárasonar og Þórarins Inga Péturssonar.

Þorsteinn Sæmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Málsmeðferð innan nefndarinnar undanfarna daga er mér mikil vonbrigði. Formaður nýtur ekki míns trausts.

3) Önnur mál Kl. 12:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:17