28. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 10:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 10:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 10:00

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Gerðar voru athugasemdir við efni draga að fundargerð 27. fundar. Var afgreiðslu þeirra frestað.

Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011 Kl. 10:10
Tillaga um að afgreiða umsögn nefndarinnar til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir umsögnina.

Óli Björn Kárason óskaði að bókað yrði að vinna nefndarritara og gagnaöflun við umsögnina væri til fyrirmyndar og að aðrar nefndir ættu að líta til við vinnu umsagna um EES-gerðir. Líneik Anna Sævarsdóttir tók undir þetta.

3) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 10:13
Formaður fór yfir efni umsagnarinnar til allsherjar- og menntamálanefndar og nefndarmenn ræddu málið.

4) Önnur mál Kl. 10:20
- 1. varaformaður ræddi um fyrirkomulag fyrirhugaðrar ferðar nefndarinnar til Noregs árið 2020.

- 1. varaformaður kynnti drög að upplýsinga- og gagnabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Nefndarmenn ræddu málið.

- Nefndarmenn ræddu störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:49