29. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 16. desember 2019 kl. 21:30


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 21:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 21:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 21:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 21:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 21:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 21:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 21:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 21:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 21:35

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 21:30
Frestað.

2) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 21:30
Formaður kynnti drög að umsögn um málið til allsherjar- og menntamálanefndar. Nefndin fjallaði um málið.

Afgreiðslu frestað.

3) Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja Kl. 21:43
Líneik Anna Sævarsdóttir, framsögumaður málsins, fór yfir drög að upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis með afriti á forsætisráðuneytið.

Samþykkt að senda upplýsinabeiðnina með fresti til 17. janúar 2020.

4) Önnur mál Kl. 21:45
Hlé var gert á fundi frá kl. 21:38 - 21:41.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 21:45