31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 14:14


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 14:14
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 14:14
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 14:14
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 14:14
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 14:14
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 14:14
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 14:14

Brynjar Níelsson var fjarverandi. Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:14
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) Starfið framundan Kl. 14:15
Formaður fór yfir starf nefndarinnar á næstu mánuðum, stöðu mála í nefndinni og næstu skref.

Tillaga formanns um að formlegri umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar; Stafræn opinber þjónusta: stofnun veitingastaða, sé lokið hjá nefndinni var samþykkt.

3) 279. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 14:50
Á fundinn kom Elfa Ýr Gylfadóttir frá Fjölmiðlanefnd og gerði grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Katrín Oddsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson, Sigurður Sigurðsson og Hjörtur Hjartarson frá Stjórnarskrárfélaginu og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 15:58
Nefndin fjallaði um önnur erindi og fól formanni að svara þeim.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00