34. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 09:37


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:37
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:37
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:37
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:37
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:37
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:37
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:37
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:37

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:37
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja Kl. 09:37
Nefndin ræddi málið.

Tillaga LínS um að halda opinn fund með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, miðvikudaginn 22. janúar kl. 09:00 var lögð fram. BN studdi tillöguna. Tillagan var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

3) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 09:58
Nefndin ræddi málsmeðferð og frekari gestakomur í málinu.

4) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 10:12
Tillaga um skipun Brynjars Níelssonar, Kolbeins Óttarssonar Proppé og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur í undirnefnd til að vinna að málinu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15