40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Þorsteinn Sæmundsson og Andrés Ingi Jónsson boðuðu forföll.
Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 10:35 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur Kl. 09:05
Á fundinn komu Rósa Dögg Flosadóttir og Hanna Rún Sverrisdóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Þorsteinn Gunnarsson, Helga Jóhannesdóttir, Þórhildur Hagalín og Vera D. Guðmundsdóttir frá Útlendingastofnun. Þau gerðu grein fyrir stöðu aðgerða hjá stofnuninni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Endurgreiðslukerfi kvikmynda. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:15
Á fundinn komu Baldur Sigmundsson og Guðmundur V. Friðjónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og gerðu grein fyrir viðbrögðum ráðuneytisins við ábendingum í skýrslunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 279. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:49
Á fundinn komu Pétur Guðmundsson og Bjarni M. Jónsson frá Samtökum eigenda sjávarjarða og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 11:23
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:38
Hlé á fundi kl. 10:00 - 10:15 og kl. 11:05 - 11:23.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:38