44. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. mars 2020 kl. 09:20


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:20
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:20
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:20
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:20
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:20
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:20
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:20
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:20

Óli Björn Kárason boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri frá dómsmálaráðuneyti, Björn Þorvaldsson, Guðrún Árnadóttir og Teitur Már Sveinsson frá stýrihópi um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja Kl. 10:32
Nefndin ræddi málið.

Á grundvelli 1. mgr. 51. gr., sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa ákváðu Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að senda upplýsingabeiðni til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ákváðu þau að veita ráðherra tveggja vikna svarfrest.

4) Endurgreiðslukerfi kvikmynda. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:30
Frestað.

5) 325. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:31
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Þorsteinn Sæmundsson yrði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:56