67. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 13:05


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 13:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:25
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:05

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 14:20 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Pétur Hrafn Hafstein

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fyrirliggjandi fundargerð var samþykkt.

2) Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóra og Ásgerði Snævarr frá forsætisráðuneytinu.

3) 184. mál - ráðherraábyrgð Kl. 14:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund D. Haraldsson frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, og Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Guðmund Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

4) 840. mál - þingsköp Alþingis Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis.

5) 523. mál - varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands Kl. 15:20
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til þriðju umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 15:20
Nefndin ræddi um meðferð 840. máls.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:26