58. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, föstudaginn 15. maí 2020 kl. 13:01


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 13:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:01
Inga Sæland (IngS), kl. 13:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:01
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:01

Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll. Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi 15:50.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:01
Frestað.

2) Lindarhvoll ehf. Framkvæmd samnings við umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum. Skýrsla til Alþingis Kl. 13:01
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Grétar Bjarni Guðjónsson, Jón Loftur Björnsson og Jóhannes Jónsson. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Grétar Bjarni Guðjónsson, Haraldur Guðmundsson og Jóhannes Jónsson. Gestir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 334. mál - Alþingi sem fjölskylduvænn vinnustaður Kl. 14:41
Á fund nefndarinnar komu eftirfarandi gestir:

14:41 Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands.
15:01 Díana Rós A. Rivera, Gunnþóra Elín Erlingsdóttir, Ómar Örn Hauksson og Karítas Ríkharðsdóttir frá Félagi starfsmanna Alþingis.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Endurgreiðslukerfi kvikmynda. Skýrsla til Alþingis Kl. 15:52
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Líneik Anna Sævardsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Andrés Ingi Jónsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifuðu undir álit meiri hluta.

6) Önnur mál Kl. 15:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:58