47. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 09:30


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:40
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:27
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:27
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:37
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:27
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:27
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 10:45 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) Hlutverk og verklag ríkislögmanns Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Hafdís Ólafsdóttir frá forsætisráðuneyti og Fanney Rós Þorsteinsdóttir starfandi ríkislögmaður og fóru yfir hlutverk og verklag ríkislögmanns og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 139. mál - skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar kom Þórhallur Vilhjálmsson forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 39. mál - rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands Kl. 10:53
Á fund nefndarinnar kom Björk Sigurgísladóttir frá Seðlabanka Íslands, fór yfir sjónarmið bankans og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:05
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08