1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 5. október 2020 kl. 09:30


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir Þorstein Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:33
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari sendi drög að áliti á nefndina til skoðunar.

3) Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:36
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari taki saman drög að bókun í fundargerð um málsmeðferð.

4) Ríkisútvarpið ohf. Rekstur og aðgreining rekstrarþátta. Skýrsla til Alþingis. Kl. 09:44
Nefndin ræddi málið. Ákveðið var að óska eftir því að fá mennta- og menningarmálaráðherra á fund vegna málsins.

5) Ríkislögreglustjóri - Fjárreiður, stjórnsýsla og stjórnarhættir. Skýrsla til Alþingis. Kl. 09:46
Dagskrárlið frestað.

6) Lindarhvoll ehf. Framkvæmd samnings við umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:46
Dagskrárlið frestað.

7) Hlutastarfaleiðin: Atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls Kl. 09:49
Nefndin ræddi um mögulega málsmeðferð.

8) Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga Kl. 09:54
Nefndin ræddi málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir að fá fulltrúa Ríkisendurskoðunar og Tryggingastofnunar ríkisins á fund til að kynna skýrsluna.

9) Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:56
Nefndin ræddi málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir að fá fulltrúa Ríkisendurskoðunar og Dómstólasýslunnar á fund vegna skýrslunnar.

10) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 09:59
Formaður fór yfir málið. Ákveðið að formaður taki saman drög að mögulegri málsmeðferð og leggi fyrir nefndina.

11) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 10:03
Nefndin ræddi málsmeðferð.

12) Afleiðingar lokunar brautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:05
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari taki saman minnisblað um málið.

13) Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun Kl. 10:09
Nefndin ræddi málsmeðferð.

14) Heiðarfjall í Langanesbyggð - barátta landeigenda við að fá mengandi úrgang frá ratsjárstöð bandaríska hersins fjarlægðan Kl. 10:14
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari taki saman minnisblað um málið.

15) Önnur mál Kl. 10:16
Kolbeinn Óttarsson Proppé lagði til, f.h. fulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar ? græns framboðs, að óska eftir því að fá Dr. jur. Pál Hreinsson á opinn fjarfund nefndarinnar til að kynna álitsgerð sína um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana. Aðrir viðstaddir nefndarmenn tóku undir þá beiðni.

Þá ræddi Líneik Anna Sævarsdóttir um misræmi í útflutningstölum Evrópusambandsins um útflutning á landbúnðarvörum til Íslands og innflutningstölum Hagstofu Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu. Óskaði hún eftir að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis á fund nefndarinnar til að fara yfir málið og var það samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:30