7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 4. nóvember 2020 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:01

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 09:01
Nefndin ræddi málið.

Formaður lagði til að óskað yrði eftir upplýsingum um starfshóp heilbrigðisráðherra sem vinnur að endurskoðun laganna. Enginn hreyfði andmælum og var það samþykkt.

3) Misræmi í tölum ESB um útflutning á landbúnaðarvörum til Íslands og innflutningstölum Hagstofu Íslands Kl. 09:08
Nefndin ræddi málið. Kolbeinn Óttarsson Proppé lagði til að óskað yrði eftir upplýsingum um starfshóp fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að gera frekari greiningar og koma með tillögur að úrbótum til að minnka misræmi í gögnum um innflutning landbúnaðarafurða. Var það samþykkt.

4) 80. mál - Þingsköp Alþingis Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Laufey Helga Guðmundsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið. Ákveðið að nefndin skilaði umsögn um málið til allsherjar- og menntamálanefndar.

5) 26. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:44
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 09:44
Formaður fjallaði um framkvæmd við birtingu dóma. Lagði hann til að óskað yrði eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu um framkvæmdina. Var það samþykkt.

Formaður vakti athygli á fyrirspurn sem hann hafði sent til dómsmálaráðuneytis varðandi réttindavernd barna á flótta. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu væri svars að vænta í vikunni.

Óli Björn Kárason óskaði eftir að fá skýringar á frétt sem birst hafði á Stundinni um að nefndin væri að kanna framkvæmd á birtingu laga á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Beiðni um slíka athugun hafi ekki verið tekin fyrir á fundi nefndarinnar. Með því væri hann ekki að gera efnislega athugasemd við slíka athugun heldur hvernig staðið væri að henni. Andrés Ingi Jónsson upplýsti um að hann hefði haft samband við Stundina og óskað eftir leiðréttingu á fréttinni. Formaður lagði til að framkvæmd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við birtingu laga um fiskeldi yrði athuguð og spurningar sendar á ráðuneytið. Var samþykkt að senda tillögu að spurningum til ráðuneytisins á nefndina til yfirferðar og ef engar athugasemdir bærust yrði hún send ráðuneytunum.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:00-10:30.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07