8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) 80. mál - Þingsköp Alþingis Kl. 09:03
Formaður kynnti drög að umsögn nefndarinnar við málið til allsherjar- og menntamálanefndar. Nefndin ræddi málið. Ákveðið að uppfæra drögin og taka fyrir á næsta fundi.

3) Hlutastarfaleiðin: Atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls Kl. 09:35
Nefndin ræddi málið og málsmeðferð.

4) Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:45
Nefndin ræddi málið og málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir upplýsingum um viðbrögð stjórnvalda við tillögum ríkisendurskoðanda til úrbóta.

5) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 10:21
Nefndin ræddi málið og málsmeðferð. Ákveðið að nefndarritari tæki saman minnisblað um málið. Þá var ákveðið að óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu um birtingu alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar.

6) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 10:58
Nefndin ræddi málsmeðferð. Ákveðið að óska eftir upplýsingum um stöðu málsins frá dómsmálaráðuneytinu.

Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 09:00
Formaður upplýsti um að í kjölfar athugasemdar Óla Björns Kárasonar á 7. fundi nefndarinnar, við málsmeðferð á upplýsingabeiðni nefndarmanna um birtingu laga á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, hefði hann falið nefndarritara að skoða málið nánar. Niðurstaða þeirra athugunar væri að samkvæmt þingsköpum þyrfti að taka fyrir slíkar beiðnir á fundum.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:11-10:21.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07