9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2020 kl. 13:03


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 13:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:03
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:03
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 13:03

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) Ríkisútvarpið ohf. Rekstur og aðgreining rekstrarþátta. Skýrsla til Alþingis. Kl. 13:08
Á fund nefndarinnar mætti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Lindarhvoll ehf. Framkvæmd samnings við umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum. Skýrsla til Alþingis Kl. 14:00
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Jón Loftur Björnsson. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málsmeðferð. Var ákveðið að nefndarritari tæki saman minnisblað um málið.

4) 80. mál - Þingsköp Alþingis Kl. 14:46
Nefndin ræddi málið.

5) Hlutastarfaleiðin: Atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls Kl. 14:59
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 15:10
Fjallað var um tillögu að upplýsingabeiðni formanns til heilbrigðisráðuneytis um opinberar sóttvarnaráðstafanir. Var ákveðið að formaður myndi senda drög að beiðninni til nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:24