13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 18. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:31
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði seinkun. Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá hélt nefndin áfram umræðu um upplýsingabeiðni sem formaður kynnti á 12. fundi. Ákveðið að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar.

3) 27. mál - kosningar til Alþingis Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar mætti Helga Björk Laxdal frá Reykjavíkurborg. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Gísli Sigurðsson, Ólafur Bjarni Haraldsson, Álfhildur Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon frá byggðaráði Skagafjarðar. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Fyrirspurn um birtingu laga á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis Kl. 11:05
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:06