14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:04. Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri og Teitur Már Sveinsson frá dómsmálaráðuneytinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Eftirfylgnisskýrsla GRECO um aðgerðir Íslands í fimmtu úttekt samtakanna Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar mættu Oddur Þorri Viðarsson og Anna Rut Kristjánsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 10:36
Nefndin ræddi málið.

5) Fyrirspurn um birtingu laga á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis Kl. 10:37
Nefndin ræddi málið. Andrés Ingi Jónsson lagði til að óska eftir upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti vegna málsins. Jón Þór Ólafsson og Guðmundur Andri Thorsson tóku undir tillöguna. Var tillagan því samþykkt af fjórðungi nefndarmanna, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga um þingsköp Alþingis.

6) Önnur mál Kl. 11:00


Fundi slitið kl. 11:00