24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 13:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:00

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 339. mál - kosningalög Kl. 13:03
Á fund nefndarinnar mættu Laufey Helga Guðmundsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson frá skrifstofu Alþingis, Magnús Karel Hannesson, Þórir Haraldsson, Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson og Indriði B. Ármannsson frá starfshópi um endurskoðun kosningalaga. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti einnig Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 14:51
Guðmundur Andri Thorsson kynnti tillögu að beiðni um minnisblað til forsætisráðuneytis um hvort fjármála- og efnahagsráðherra hafi gerst brotlegur við siðareglur ráðherra í kjölfar frétta af sóttvarnaráðstöfunum í Ásmundarsal. Nefndin ræddi tillöguna og var umfjöllun frestað.

Þá ræddi nefndin starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:10