26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 14. janúar 2021 kl. 13:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:00

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 339. mál - kosningalög Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Magnea Gná Jóhannsdóttir og Gunnar Ásgrímsson frá Sambandi ungra framsóknarmanna. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Þorkell Helgason sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Stefán Pálsson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 14:27
Formaður kynnti drög að fyrirspurn til dómsmálaráðuneytis í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um skýrslu OECD um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við mútubrotum. Nefndin ræddi drögin og var ákvörðun frestað til næsta fundar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:29