27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 18. janúar 2021 kl. 09:33


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:33
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:33
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:33
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:33
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:40
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:33

Þórarinn Ingi Pétursson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerðir 22.-26. fundar voru samþykktar.

2) 339. mál - kosningalög Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar mætti Ágúst Sigurður Óskarsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti jafnframt Jón Jónsson frá kjörstjórn Múlaþings og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið.

3) 130. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 10:34
Á fund nefndarinnar mætti Vilhjálmur Hilmarsson frá Bandalagi háskólamanna. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið.

4) Skýrsla OECD um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við mútubrotum Kl. 10:49
Nefndin tók fyrir tillögu formanns um upplýsingabeiðni til dómsmálaráðuneytis í tengslum við umfjöllun nefndarinnar um skýrslu OECD um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við mútubrotum. Enginn hreyfði andmælum og var tillagan samþykkt.

5) Starfið framundan Kl. 10:52
Nefndin ræddi starfið framundan.

6) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:30-10:34.

Fundi slitið kl. 10:58