33. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 12. febrúar 2021 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:01

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 09:45.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerðir 31. og 32. fundar voru samþykktar.

2) Heiðarfjall í Langanesbyggð - barátta landeigenda við að fá mengandi úrgang frá ratsjárstöð bandaríska hersins fjarlægðan Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Ögmundur Jónasson, Sigurður R. Þórðarson og Björn Erlendsson. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 10:05
Nefndin ræddi málið.

Þá kom á fundinn Ólöf Finnsdóttir frá dómstólasýslunni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun Kl. 10:24
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að ljúka máli með eftirfarandi bókun:

Við umfjöllun málsins varð nefndin þess áskynja að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafði ekki brugðist við erindum umboðsmanns Alþingis þar sem farið var fram á upplýsingar um viðbrögð stjórnvalda. Nefndin óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu sem baðst velvirðingar á því að hafa ekki brugðist við erindunum en það hafi m.a. stafað af annríki í tengslum við verkefni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Nefndin hefur nú verið upplýst um að ráðuneytið hafi brugðist við erindum umboðsmanns sem telur þær upplýsingar fullnægjandi að sinni.

5) 466. mál - stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Kl. 10:28
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:29
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:29