35. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 16. febrúar 2021 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:01

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 10:00.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar mættu Pétur U. Fenger skrifstofustjóri, Rósa Dögg Flosadóttir, Kristín María Gunnarsdóttir og Ólöf María Vigfúsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Kristín Völundardóttir forstjóri, Þorsteinn Gunnarsson, Íris Kristinsdóttir og Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mætti Tatjana Latinovic og Hrafnhildur Kvaran frá Innflytjendaráði. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti einnig Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Fjölmenningarsetri sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Saga Kjartansdóttir frá Alþýðusambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið.

4) Kjörgengi einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma Kl. 10:33
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Þóroddsson og Atli Helgason frá Afstöðu og Páll Rúnar M. Kristjánsson. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri og Hjördís Stefánsdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Páll Winkel forstjóri og Erla Kristín Árnadóttir frá Fangelsismálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málið.

5) Önnur mál Kl. 11:42
Guðmundur Andri Thorsson upplýsti nefndina um að hann hefði lokið athugun sinni á 130. máli um Þjóðhagsstofnun og hann hygðist hefja vinnu við drög að nefndaráliti.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 10:08-10:11.

Fundi slitið kl. 11:44