38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Samskipti dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Hauk Guðmundsson frá dómsmálaráðuneyti. Ráðherra gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 468. mál - þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Elínu Valdísi Þorsteinsdóttur nefndarritara þingskapanefndar og Þórhall Vilhjálmsson frá lagaskrifstofu Alþingis. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Njörð Sigurðsson frá Þjóðskjalasafni Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 272. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 10:58
Tillaga um að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 09:45
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 09:45-10:00.

Fundi slitið kl. 11:00