50. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 27. apríl 2021 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:01

Kolbeinn Óttarsson Proppé boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

2) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/878 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2013/36/ESB að því er varðar aðila sem njóta undanþágu, eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi, starfskjör, eftirlitsráðst Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Gunnlaugur Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja kröfur um mengunarvarnargetu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 20 Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 235. mál - framkvæmd ályktana Alþingis 2019 Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Egill Pétursson og Sif Guðjónsdóttir frá forsætisráðuneyti. Gestir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:14
Nefndin samþykkti að halda opinn fund til að fjalla um áhrif utanaðkomandi aðila á störf framkvæmdarvaldsins.

Nefndin samþykkti að óska eftir aðgangi að greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol ehf.

Andrés Ingi Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun: Ég styð ósk þeirra nefndarmanna sem óska eftir aðgangi að greinargerðinni með þeim fyrirvara að ég hyggst ekki sjálfur nýta þann aðgang nema að trúnaði sé aflétt af greinargerðinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:31