58. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 14. maí 2021 kl. 13:03


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 13:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:03
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 13:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:03
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:03

Andrés Ingi Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson boðuðu forföll. Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Dagskrárlið frestað.

2) Breyting á 5. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga Kl. 13:05
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum.

3) 468. mál - þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 13:09
Nefndin ræddi málið.

4) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld Kl. 13:06
Nefndin ræddi málið.

5) 663. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 13:04
Nefndin ræddi málið.

6) 130. mál - Þjóðhagsstofnun Kl. 13:12
Framsögumaður málsins, Guðmundur Andri Thorsson, lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni til 2. umræðu.

Gengið var til atkvæða um tillöguna.

Guðmundur Andri Thorsson og Jón Þór Ólafsson greiddu atkvæði með tillögunni.

Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Hjálmar Bogi Hafliðason greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Var tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur.

7) Önnur mál Kl. 13:17
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:18