62. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 09:03


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:03
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:41
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:03

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Dagskrárlið var frestað.

2) 668. mál - fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Elfa Ýr Gylfadóttir og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir frá fjölmiðlanefnd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 468. mál - þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 09:30
Nefndin ræddi málið.

4) 663. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 09:44
Dagskrárlið var frestað.

5) Önnur mál Kl. 09:44
Þorsteinn Sæmundsson ánýjaði beiðni sína um að nefndin fengi afhenda greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:45