72. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn laugardaginn 12. júní 2021 kl. 19:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 19:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 19:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 19:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 19:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 19:00

Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:00
Dagskrárlið frestað.

2) 469. mál - þingsköp Alþingis Kl. 19:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson skrifuðu undir nefndarálit minni hluta.

3) 850. mál - þingsköp Alþingis Kl. 19:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Viðstaddir nefndarmenn, utan Andrésar Inga Jónssonar, skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta. Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifaði undir nefndarálitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) Önnur mál Kl. 19:10
Guðmundur Andri Thorsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Af óviðráðanlegum orsökum missti ég af 71. fundi nefndarinnar og gat því ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslu um tillögu um afgreiðslu á frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um stjórnarskrána, sbr. 466. þingmál. Af því tilefni vil ég taka það sérstaklega fram að ég styð þá málsmeðferð sem formaður nefndarinnar lagði til um afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 19:10