13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. febrúar 2022 kl. 09:12


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:12
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:12
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:12
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:12
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:12
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:12
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:12
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:12
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:12

Berglind Ósk Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 10:35.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis vegna heimsóknar á öryggisdeild Fangelsins Litla-Hrauni Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Elísabetu Ingólfsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis vegna eftirlitsheimsóknar á grundvelli OPCAT-eftirlitsins í fangageymslur lögreglustjórans á Suðurnesjum og varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Elísabetu Ingólfsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

4) Kynning á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda Kl. 10:16
Nefndin fékk á sinn fund Steindór Dan Jensen og Ingu Skarphéðinsdóttur frá skrifstofu Alþingis.

5) Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - stjórnsýsluúttekt Kl. 10:56
Nefndin fjallaði um málið.

6) Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga Kl. 10:56
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 11:08
Nefndin fjallaði um opinn fund vegna umfjöllunar um samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar ehf. í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2- veirunni og mótefnum við henni sem fram fóru árið 2020.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:13-10:16.

Fundi slitið kl. 11:14