17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. febrúar 2022 kl. 09:12


Mætt:

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:12
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:12
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:12
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:12
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS), kl. 09:12
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 09:20
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:12
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:12

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Halla Signý Kristjánsdóttir stýrði fundi til kl. 10:00 og tók Hildur Sverrisdóttir þá við stjórn fundarins, sbr. 3. mgr. 4. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerðir 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) Landhelgisgæsla Íslands, úttekt á verkefnum og fjárreiðum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðanda, Jarþrúði H. Jóhannsdóttur, Jakob G. Rúnarsson og Harald Guðmundsson frá Ríkisendurskoðun.

3) Tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Snorra Olsen ríkisskattstjóra, Sigurð Skúla Bergsson og Steinþór Þorsteinsson frá Skattinum.

4) Önnur mál Kl. 10:34
Fleira var ekki gert.

Hlé var gerð á fundi frá kl. 09:52-10:00.

Fundi slitið kl. 10:34