20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. mars 2022 kl. 09:32


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:32
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:32
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:32
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:32
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:32
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:32
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:32
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:32

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) Tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 09:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinar Örn Steinarsson og Guðlaugu Maríu Valdemarsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra Kl. 09:48
Nefndin fjallaði um málið.

Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði um verklag við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa.

4) Önnur mál Kl. 10:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:11