23. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 14. mars 2022 kl. 14:50


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 14:50
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 14:50
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 14:50
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 14:50
Friðjón R. Friðjónsson (FRF) fyrir Hildi Sverrisdóttur (HildS), kl. 14:50
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 14:50
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 14:50

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 14:50
Á fundinum var könnuð tilkynning landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Ágústu Ágústsdóttur, sem hlaut kosningu sem 3. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin er gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Ágústu Ágústsdóttur.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55