25. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 09:00


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:06
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:06
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:06
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:06
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:06
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:06
Friðjón R. Friðjónsson (FRF), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:20

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðaði seinkun.

Sigmar Guðmundsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 22. og 23. fundar voru samþykktar.

2) Álit umboðsmanns Alþingis um tímabundna setningu ráðuneytisstjóra Kl. 09:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Önnu Rut Kristjánsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

3) Þjónusta við fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 38/2018 - Innleiðing og framkvæmd sveitarfélaga Kl. 10:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) Önnur mál Kl. 10:41
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07