34. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 09:03


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:03
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:20
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:03
Georg Eiður Arnarson (GEA) fyrir (ÁLÞ), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:05
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:03

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði seinkun. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Dagskrárlið frestað.

2) Heimsókn Corruption Prevention and Combating Bureau frá Lettlandi Kl. 09:03
Nefndin fékk á sinn fund Diana Kazina, Inese Zelca, Ieva Otomere, Andris Donskis, Natalja Titova og Antra Racane frá Corruption Prevention and Combating Bureau í Lettlandi. Með í för var Ásthildur Valtýsdóttir frá forsætisráðuneyti. Gestir kynntu starfsemi stofnunarinnar og fengu kynningu á hlutverki stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

3) Kosningalög Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá dómsmálaráðuneyti, Ástríði Jóhannesdóttur frá landskjörstjórn og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) Önnur mál Kl. 10:53
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:53