1. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. september 2022 kl. 09:34


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:34
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:34
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:34
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:34
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:34
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:34
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:34
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:34
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:34

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Sigmar Guðmundsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:50
Fundargerðir 53. og 54. fundar á 152. löggjafarþingi voru samþykktar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Samkeppniseftirlitið - samrunaeftirlit og árangur. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla til Alþingis Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum.

3) Starfið framundan Kl. 09:51
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

4) Önnur mál Kl. 10:26
Nefndin ræddi um fyrirhugaða heimsókn nefndarinnar til norska Stórþingsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:32