10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. nóvember 2022 kl. 13:03


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:03
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:03
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:03
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 13:03
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:03
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:03

Hildur Sverrisdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Fundargerðir 8. og 9. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt Kl. 13:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Aldísi Hilmarsdóttur og Þóru Björg Jónsdóttur frá stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

Tillaga um að Þórunn Sveinbjarnardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) Eftirlit á grundvelli valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) Kl. 13:25
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að fela nefndarritara að kanna viðbrögð ráðuneyta við tilmælum og ábendingum umboðsmanns Alþingis í fyrirliggjandi heimsóknarskýrslum á grundvelli OPCAT-eftirlits.

4) Önnur mál Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um væntanlega skýrslu landskjörstjórnar um framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru 14. maí 2022.

Þá ræddi nefndin væntanlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:45