27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2022 kl. 09:34


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:34
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:34
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:45
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:34
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:34
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:34
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:34
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:34
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:34

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið.

3) Ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna Alþingis um afhendingu gagna og upplýsinga skv. 51. gr. þingskapa Kl. 09:42
Nefndin fjallaði um málið.

Nefndin samþykkti, með vísan til 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa, að óska eftir afriti af samskiptum og gögnum og upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti varðandi framkvæmd Útlendingastofnunar á afgreiðslu á umsóknum um ríkisborgararétt til Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 10:07
Nefndin ræddi um leka á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 til fjölmiðla.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:47