30. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl. 13:07


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 13:07
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:07
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:07
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 13:07
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:07
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:26

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:07
Fundargerðir 28. og 29. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2021 Kl. 13:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Særúnu Maríu Gunnarsdóttur, aðalskrifstofustjóra umboðsmanns.

3) 508. mál - sveitarstjórnarkosningar 2022 Kl. 14:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra frá dómsmálaráðuneyti, Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá landskjörstjórn.

Samhliða var fjallað um 4. og 5. dagskrárlið.

4) 507. mál - atkvæðagreiðsla utan kjörfundar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða nr. VII í kosningalögum Kl. 14:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra frá dómsmálaráðuneyti, Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá landskjörstjórn.

Samhliða var fjallað um 3. og 5. dagskrárlið.

5) 506. mál - póstkosning á grundvelli bráðabirgðaákvæðis VIII í kosningalögum Kl. 14:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra frá dómsmálaráðuneyti, Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá landskjörstjórn.

Samhliða var fjallað um 3. og 4. dagskrárlið.

6) Önnur mál Kl. 15:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:35