31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. janúar 2023 kl. 09:32


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:32
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:32
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:32
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:32
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:35
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:32
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:32
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:32
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Berglindi Ósk Guðmundsdóttur (BGuðm), kl. 09:33

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 09:47 og tók Jódís Skúladóttir þá sæti hennar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið.

Formaður lagði til að óskað yrði eftir lögfræðiáliti sem fæli í sér mat á stjórnsýslulegum þætti sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 með tilliti til meðferðar valds og ákvörðunartöku við söluna. Gengið var til atkvæða um tillöguna.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sigmar Guðmundsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.

Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Jódís Skúladóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Vilhjálmur Árnason greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Var tillagan felld.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Winkel forstjóra, Erlu Kristínu Árnadóttur og Hafdísi Guðmundsdóttur frá Fangelsismálastofnun, og Birnu Ágústsdóttur sýslumann og Ernu Björg Jónmundsdóttur frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

4) Ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna Alþingis um afhendingu gagna og upplýsinga skv. 51. gr. þingskapa Kl. 10:53
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:54