37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. febrúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Friðrik Már Sigurðsson (FriðS), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10

Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Halla Signý Kristjánsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Fjólu Sigurðardóttur og Írisi Bjargmundsdóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Ólaf Árnason, settan forstjóra, og Egil Þórarinsson frá Skipulagsstofnun, Sigrúnu Ágústsdóttur forstjóra, Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur og Hlín Gísladóttur frá Umhverfisstofnun, Hrönn Ólínu Jörundsdóttur forstjóra og Karl Steinar Óskarsson frá Matvælastofnun og Þorstein Sigurðsson forstjóra og Guðna Guðbergsson frá Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.

3) 29. mál - starfsemi stjórnmálasamtaka Kl. 11:12
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins í stað Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 11:13
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 09:34-09:38.

Fundi slitið kl. 11:14