44. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:17

Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) Skýrslur Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnheiði Ingjaldsdóttur, staðgengil skrifstofustjóra, og Ólaf Kr. Hjörleifsson skrifstofustjóra frá innviðaráðuneyti.

Þá samþykkti nefndin að vísa skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina - Niðurstöður fjárhagsendurskoðunar á bókhaldi ársins 2020 til athugunar í fjárlaganefnd í samræmi við 3. málsl. 1. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar - Innheimtustofnun sveitarfélaga: Tilfærsla verkefna til ríkisins - Stjórnsýsluúttekt Kl. 09:40
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sigmar Guðmundsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir lagði fram tillögu um að óska eftir því að núverandi ríkisendurskoðandi, fyrrverandi ríkisendurskoðandi og þáverandi settur ríkisendurskoðandi komi á opinn fund vegna umfjöllunar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf.

Sigmar Guðmundsson lagði fram beiðni um að skrifstofan tæki saman gögn vegna málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:41