48. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. mars 2023 kl. 09:33


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:33
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:33
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:33
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:33
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:33
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:33
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:33

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, stjórnun, reikningshald og eftirlit með öryggi og gæðum framkvæmda Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Jónsson forstjóra og Kristínu Helgu Markúsdóttur frá Samgöngustofu.

3) Ákvörðun dómsmálaráðherra vegna beiðna Alþingis um afhendingu gagna og upplýsinga skv. 51. gr. þingskapa Kl. 09:52
Nefndin fjallaði um málið. Lagt var fyrir fundinn minnisblað skrifstofunnar um samspil 2. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt og 1. mgr. 51. gr. þingskapa.

Nefndin ákvað að senda dómsmálaráðherra bréf til að upplýsa hann um umfjöllun nefndarinnar.

4) Önnur mál Kl. 09:57
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:06