54. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 09:10


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:10
Ágústa Guðmundsdóttir (ÁGuðm), kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:19
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:10

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

2) 945. mál - kosningalög o.fl. Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti, Ástríði Jóhannesdóttur, Hjördísi Stefánsdóttur og Indriða B. Ármannsson frá landskjörstjórn.

Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

3) Þingmannamál í nefndinni Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 20:05
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:31