57. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. maí 2023 kl. 09:33


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:33
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:33
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:33
Friðjón R. Friðjónsson (FRF), kl. 09:33
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:33
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:33
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:33

Sigmar Guðmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, stjórnun, reikningshald og eftirlit með öryggi og gæðum framkvæmda Kl. 09:33
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 28. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

3) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 09:56
Nefndin kannaði tilkynningu landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Vilborgar Kristínar Oddsdóttur, sem hlaut kosningu sem 3. varaþingmaður á lista Samfylkingarinnar í Reykjarvíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin var gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga, nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Vilborgar Kristínar Oddsdóttur.

4) Önnur mál Kl. 09:58
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:04