8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. október 2023 kl. 09:12


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:12
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:12
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:12
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:12
Friðjón R. Friðjónsson (FRF), kl. 09:12
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT), kl. 09:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:12

Ágúst Bjarni Garðarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um samning ríkisins við Microsoft. Stjórnsýsluúttekt að beiðni Alþingis. Skýrsla til Alþingis október 2023 Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jakob Guðmund Rúnarsson, Gest Pál Reynisson og Katrínu Maríu Andrésdóttur frá Ríkisendurskoðun.

3) 239. mál - Mannréttindastofnun Íslands Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Valdísi Óskarsdóttur skrifstofustjóra og Elísabetu Gísladóttur frá forsætisráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 10:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37