27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 13:05


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 13:05
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:05
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 13:05
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 13:05
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:08
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 13:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 13:05

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Hlé var gert á fundi kl. 14:08 - 14:14.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerðir 23. - 26. fundar voru samþykktar.

2) Beiðni um skipun rannsóknarnefndar vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið.

Nefndin samþykkti að leita umsagnar forseta Alþingis um málið, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011.

3) Beiðni um aðgang að tilteknum gögnum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbankab Kl. 14:30
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir samþykktu að taka til athugunar ákvarðanir og verklag fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra í tengslum við þau gögn sem óskað var eftir á 7 fundi nefndarinnar, 18. október 2023, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa.

4) Verklag ráðherra við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Kl. 14:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði til að nefndin tæki til athugunar verklag ráðherra við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C., sbr. 2. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa. Jafnframt lagði hún til að óskað yrði eftir að fá afhent þau gögn sem fyrir liggja í utanríkisráðuneytinu og varða ferlið sem viðhaft var við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. og um þá ákvörðun um að setja á fót sendiráð í Róm. Þá yrði einnig óskað eftir gögnum sem fyrir liggja um mat á hæfi ráðherra við skipanirnar, sbr. 51. gr. þingskapa.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir tóku undir tillöguna og var hún samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 14:39
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:39