3. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. október 2011 kl. 09:03


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:03
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:08
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:19
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:03
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:03
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:03
Róbert Marshall (RM), kl. 09:09
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:03

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:06
Samþykkt.2) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 09:06
Form. sem er framsögumaður málsins fór yfir málsmeðferð og nefndin fjallaði um hana.

Form. kynnti hugmynd um að nefndin fjallaði um mál 3. og mál 6. (sjá lið 3) samhliða.3) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 09:57
Form. kynnti hugmynd að fjallað yrði um mál 3. og mál 6 samhliða.

Framsögumaður RM, telur eðlilegt að fjalla samhliða um málin. Samþykkt.4) Skýrslur frá Ríkisendurskoðun.
Málsmeðferð.
Kl. 09:58
Formaður fór yfir feril umfjöllunar um skýrslur Ríkisendurskoðanda og tillögu um að kalla Ríkisendurskoðanda á fund nefndarinnar til að fara yfir málsmeðferð.

Einnig samþykkt að fá kynningu á skýrsla um sorpbrennslur með undanþágu frá tilskipun ESB og ábendingu Ríkisendurskoðanda um endurskoðun löggjafar um verkefni Umhverfisstofnunar.


5) Önnur mál. Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

VigH vék af fundi 9:50 vegna annars fundar.
Fundi slitið kl. 10:10