14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. nóvember 2011 kl. 15:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:05
Róbert Marshall (RM), kl. 15:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:05
Frestað.

2) Skýrslur Ríkisendurskoðunar. Kl. 15:13


3) Lánsjóður ísl. námsmanna. Kl. 15:13
Á fundinn komu Jenný Bára Jensdóttir, Þórir Ólafsson og Einar Hreinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og svöruðu spurningum framsögumanns, MT, og annarra nefndarmanna.



4) Þjóðleikhúsið.
- Álit.
Kl. 15:48
Formaður fór yfir drög að áliti.

Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, allir með.


5) Ábending um framkvæmd og utanumhald rammasamninga.
- Málsmeðferð.
Kl. 16:03
Formaður tekur að sér að vera framsögumaður, samþykkt.



6) Biskupsstofa, sóknir og sjóðir kirkjunnar.
- Málsmeðferð.
Kl. 16:03
Formaður tekur að sér að vera framsögumaður, samþykkt.
Tildrög skýrslunnar eru beiðni kirkjunnar um úttekt og nefndin mun því ekki fjalla um hana efnislega.



7) Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010.
- Málsmeðferð.
Kl. 16:07
Samþykkt að formaður VBj og 1. varaformaður ÁI verði framsögumenn.



8) Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar HÍ. Kl. 16:08
Framsögumaður ÁI fór yfir málið.



9) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 16:16
Formaður fór yfir drög að áliti til fjárlaganefndar, samþykkt að afgreiða frá nefndinni.


10) 110. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu Kl. 16:43
Formaður kynnti tillögu um að vísa málinu til utanríkismálanefndar sem hefur samþykkt það, sbr. 3. mgr. 23. gr. þingskapa, meiri hlutinn samþykkt það, BÁ sat hjá og VigH lýsti andstöðu við það.



11) Önnur mál. Kl. 16:44
VigH tók upp umfjöllun um meðferð mála hjá nefndinni og tillögur framsögumanna. Nefndin fjallaði almennt um málsmeðferð og að framsögumenn þyrftu að óska eftir að mál yrðu tekin á dagskrá.

VigH óskaði eftir að þingfarakaupið yrði tekið á dagskrá nefndarinnar og rætt. Samþykkt.

ÓN var fjarverandi.
AT varamaður LGeir var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 16:50