24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. janúar 2012 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÁI, kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir LGeir, kl. 09:15
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Samþykkt.

2) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 09:08 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Ragnhildur Helgadóttir frá Háskóla Íslands og gerði grein fyrir afstöðu til málsins, þ.e. ákvæða um stjórnskipan, Alþingi, forseta og ríkisstjórn ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



3) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 10:28
Formaður lagði til að henni yrði falið að vera framsögumaður málsins sem var samþykkt. Nefndin fjallaði um málsmeðferð, gestakomur o.fl.


4) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 11:00 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Björg Thorarensen frá Háskóla Íslands og gerði grein fyrir afstöðu til málsins þ.e. ákvæða um stjórnskipan, Alþingi, forseta og ríkisstjórn ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



5) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 12:07
Sjá lið 2. og 4.

6) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 12:07
Sjá lið 2. og 4.


7) Önnur mál. Kl. 12:08
Fleira var ekki gert.





Fundi slitið kl. 12:10